Dagsetning:

3. desember 2024

Vinnustofur í Austur Evrópu

Tækifæri í ferðaþjónustu

Ljósmynd

Íslandsstofa auglýsir eftir þátttöku í vinnustofum í Búdapest, Varsjá og Prag fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 3.- 5. desember 2024. Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ferðaþjónustuaðila á staðnum. Sambærileg ferð var farin haustið 2021.

Fyrirkomulag:

  • 3. desember - Búdapest

  • 4. desember - Varsjá

  • 5. desember - Prag

Vinnustofur verða haldnar fyrir hádegi og farið verður á milli staða eftir hádegi. Stefnt er að notkun fundabókunarkerfis. 

Verð og skráning:

Verð fyrir vinnustofurnar fer eftir fjölda skráðra fyrirtækja og eru eftirfarandi:

  • Fyrir 8 fyrirtæki: ISK 500.000.- á fyrirtæki

  • Fyrir 10 fyrirtæki: ISK 400.000.- á fyrirtæki

Innifalið í þátttökugjaldi er:

  • Fundarborð

  • Upplýsingar um markaðinn

  • Veitingar á meðan vinnustofum stendur

Athugið að þátttakendur sjá sjálfir um að bóka flug og gistingu og að sá kostnaður er ekki innifalinn í verði vinnustofunnar.

Áhugasöm eru hvött til að skrá sig fyrir 30. júní nk. Athugið að skráning er bindandi og gerð er krafa um lágmarksfjölda þátttakenda.

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is

Sjá allar fréttir