11. mars 2022

Aukum forskotið! Ábyrg ferðaþjónusta og heimsmarkmiðin - skráðu þig núna!

Aukum forskotið er fræðsluverkefni undir hatti Ábyrgrar ferðaþjónustu en í ár gefst þátttakendum tækifæri á að tengja Heimsmarkmiðin inn í sinn rekstur ásamt því að fá hráefnið í að leggja fram sjálfbærnistefnu fyrir fyrirtækið sitt í lok ársins.

Aukum forskotið er fræðsluverkefni undir hatti Ábyrgrar ferðaþjónustu en í ár gefst þátttakendum tækifæri á að tengja Heimsmarkmiðin inn í sinn rekstur ásamt því að fá hráefnið í að leggja fram sjálfbærnistefnu fyrir fyrirtækið sitt í lok ársins.

Skráðu þig núna - umsóknarfrestur er opinn til 15. mars.

Kröfur samtímans um sýnileika og ábyrgð fyrirtækja er að aukast hratt og gera bæði einstaklingar sem og stórir birgjar auknar kröfur um að fyrirtæki sem þau eiga í viðskiptum við sýni með sannarlegum hætti hvernig þau stunda sjálfbærni í rekstri, hvernig stefnu þau hafa í umhverfismálum og hvernig samfélagsábyrgð þeirra er háttað.

Helsti ávinningur af þátttöku í fræðsluverkefninu er:

- Aukin þekking á öllum helstu hugtökum sjálfbærni.
- Þjálfun við að velja og hafna markmiðum og tækifærum í að innleiða þau réttu fyrir þitt fyrirtæki
- Þjálfun í að setja fram sjálfbærnistefnu fyrir fyrirtækið þitt og ráðleggingar um hvaða mælikvarða er hægt að nýta til að mæla árangur
- Aukið tengslanet við aðra í ferðaþjónustunni sem eru að vinna að innleiðingu á sjálfbærni
- Bættur rekstur með aukinni yfirsýn.
- Aukin hæfni í að setja fram með sýnilegum hætti vegferð fyrirtækisins í átt að sjálfbærni

Skráning fer fram hér og er umsóknarfrestur opinn til 15.mars.

Fyrsti fræðslufundur fer fram á rafrænu formi þann 17. mars kl 9:30

Allar nánari upplýsingar veita Rakel Theodórsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslenska ferðaklasanum, rakel@icelandtourism.is og 
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska Ferðaklasans, asta.kristin@icelandtourism.is


Sjá allar fréttir