4. september 2024

Viltu taka þátt í fjárfestingastefnunni MIPIM 2025?  

Ljósmynd

Á MIPIM sem fram fer dagana 11. til 14. mars 2025 í Cannes mun Íslandsstofa standa fyrir Íslandssvæði í annað sinn.

MIPIM er haldið árlega í Cannes og er eitt stærsta stefnumót fjárfesta, fasteignaþróunarverkefna, fjármálafyrirtækja, sveitarfélaga og þróunarsvæða, arkítekta, ráðgjafa og birgja.  

Á MIPIM sem fram fer dagana 11. til 14. mars 2025 mun Íslandsstofa standa fyrir Íslandssvæði í annað sinn. Þar verður aðstaða til að halda fundi, standa fyrir kynningum og móttökum og sýna lifandi efni. Alls eru 39 miðar í boði inn á svæðið.   

Auk aðildar að Íslandssvæðinu á MIPIM er innifalið í skráningu fulltrúa fasteignaverkefna aðgangur að UKREiiF fasteignakaupstefnunni sem fram fer í Leeds á Englandi 20. til 22. maí 2025, án endurgjalds

Borgarstjóri Reykjavíkur tekur þátt í dagskrá 

Aðstandendur MIPIM bjóða borgarstjóra Reykjavíkur, Einari Þorsteinssyni, á kaupstefnuna og sérstakan hliðarviðburð sem ætlaður er borgarstjórum. Þátttaka borgarstjóra í dagskrá MIPIM eykur sýnileika íslenskra verkefna og fyrirtækja á Íslandssvæðinu. 

Eftirfarandi þátttökukostir eru í boði:  

  • Til að nýta Íslandssvæðið til fulls er einum til tveimur samstarfsaðilum boðið að skrá sig fyrir kynningum í eigin nafni á svæðinu, auk þess að geta haldið þar móttökur. 

  • Allt að fjórum samstarfsaðilum stendur til boða að halda sameiginlegar kynningar og móttöku. Slíkum samningum um samstarf fylgja tveir miðar.  

  • Almenn aðild að svæðinu er tvenns konar: Annars vegar miði sem gefur færi á að halda stutta kynningu sem hluta af sameiginlegum viðburði Íslandsstofu og hins vegar almennur aðgangsmiði að svæðinu og sýningunni. 

Staðfesta þarf þátttöku fyrir miðjan október.  

Til að fá frekari upplýsingar, vinsamlegast útfyllið áhugakönnun hér að neðan.

FÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR

rich text image

Eliza Reid í viðtali við RealAsset Media við Íslandssvæðið á MPIM 2024. Alls tóku 30 fulltrúar þátt frá Íslandi.

Viltu taka þátt í fjárfestingastefnunni MIPIM 2025?  

Sjá allar fréttir