20. janúar 2021
Góður árangur af Joyscrolling herferðinni í desember
Joyscrolling herferðin gekk vel í desember og fékk t.a.m. yfir 150 milljón birtingar (e. Impressions) gagnvart markhópi.
Joyscrolling herferðin náði góðum árangri í desember. Samtals fékk hún yfir 150 milljón birtingar (e. Impressions) gagnvart markhópi, 12 milljón myndbandsáhorf með háu áhorfshlutfalli (allt að 71% VTR / 30% benchmark) og um 4 milljónir viðbragða frá notendum á samfélagsmiðlum. Þá hefur vefsíða verkefnisins fengið tæplega 200 þúsund heimsóknir og búið er að skruna yfir milljón metra af „joyscrolling“ gleðiefni frá Íslandi. Erlendir fjölmiðlar á borð við Lonely Planet og Travel+Leisure hafa fjallað um herferðina.
Joyscrolling, er annar áfangi herferðarinnar „Looks like you need Iceland" og er fólk hvatt hér til þess að skruna sér til ánægju á vefnum www.joyscroll.com. Þar hefur verið komið fyrir 22,7 metrum af gleðigefandi efni frá Íslandi, sem hugsað er sem mótvægi gegn stanslausum straumi neikvæðra frétta undanfarið.
Joyscrolling er enn við lýði og munu auglýsingabirtingar halda áfram út febrúar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Sjá nánar á Joyscroll.com