3. mars 2022

Norrænn dagur í Mílanó í maí - skráning

Íslandsstofa skipuleggur norrænan dag í Mílanó 4. maí í samstarfi við Visit Denmark, Visit Finland og Visit Norway.

Íslandsstofa skipuleggur norrænan dag í Mílanó 4. maí nk. í samstarfi við Visit Denmark, Visit Finland og Visit Norway. Norræni dagurinn hefur það að markmiði að auka vitund um Ísland, Danmörku, Finnland og Noreg sem áfangastaði ferðamanna og viðhalda og styrkja tengslin við ítalska markaðinn. Um 40 ítölskum ferðaþjónustuaðilum og ferðaþjónustutengdum fjölmiðlum er boðið á viðburðinn til að fræðast um löndin í gegnum kynningar og samkomur. 

Norræni dagurinn fer fram 4. maí milli kl. 10:00-14:00 í Mílanó.

Kostnaður við þátttöku er að hámarki 1.500€ á fyrirtæki. Innifalið í þátttökugjaldi er:  

  • Sýnileiki og borð á viðburðinum.   
  • Tækifæri til tengslamyndunar við um 40 ítalska ferðaþjónustuaðila og ferðaþjónustutengda fjölmiðla.
  • Veitingar á meðan viðburðinum stendur. 

Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði.  

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig hér fyrir 11. mars nk. Þar sem heildarfjöldi þátttakenda er takmarkaður er unnið út frá reglunni um að þeir sem skrá sig fyrst ganga fyrir. 

Nánari upplýsingar veitir Karen Möller Sívertsen, karen@islandsstofa.is


Sjá allar fréttir