10. febrúar 2022

Íslenski og Kanadíski sjávarklasinn - bláa hagkerfið og nýsköpun

Starfsemi Íslenska og Kanadíska sjávarklasans verður kynnt á fundi sem fer fram á vefnum miðvikudaginn 23. febrúar kl. 16.30.

Starfsemi Íslenska sjávarklasans og Kanadíska sjávarklasans verður kynnt á fundi sem fer fram á vefnum, miðvikudaginn 23. febrúar kl. 16.30.

Meðal annars verður rætt um hlutverk sjávarklasa og áhrif þeirra á bláa hagkerfið. Viðburðurinn fer fram kl. 16.30 að íslenskum tíma og er á ensku.

Við hvetjum áhugasama til að skrá sig hér að neðan, en þar má einnig finna nánari dagskrá.  

SKRÁ MIG Á VIÐBURÐ

Viðburðurinn er skipulagður af sendiráði Íslands í Ottawa og sendiráði Kanada í Reykjavík, í samstarfi við Íslenska sjávarklasann og Kanadíska sjávarklasann. 

Nánari upplýsingar veitir Tinna Hrund Birgisdóttir, verkefnastjóri á sviði sjávarútvegs hjá Íslandsstofu, tinna@islandsstofa.is 


Sjá allar fréttir