Fyrirtæki og fjármögnun
Fyrirtæki og fjármögnun
Hér má sjá upplýsingar um leiðir til að fjármagna tækifæri fyrirtækja á þróunarmörkuðum og víðar. Ráðgjafar bjóða fyrirtækjum aðstoð við leit að fjármagni og gerð umsóknar, auk annarrar skyldrar þjónustu.

Þróunarfræ
Styður við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærri þróunarverkefni
ISK 2.000.000

North Consulting
Ráðgjöf og umsóknir vegna lána og styrkumsókna í innlenda og evrópska sjóði, ýmsar atvinnugreinar, verkefnastjórnun ef þarf.

Evris
Erlendir styrkir og fjárfestar, evrópskir sjóðir, ókeypis grunnmat, umsóknarskrif og verkefnastjórnun.

Navigo
Ráðgjöf tengd styrkjum og lánum, norrænum og evrópskum. Frá hugmynd að fullmótaðri umsókn. orka, umhverfi og nýsköpun.

MarkMar
Ráðgjöf vegna samkeppnis-styrkja og hlutafjár, norrænir og evrópskir sjóðir, umsóknarskrif og tengslanet.

Poppins & Partners
Ráðgjöf tengd fjármögnun og styrkjum, umsóknaráðgjöf, viðskiptaáætlanir og rekstraráætlanir.

Verkfræði og viðskipti
Ráðgjöf vegna alþjóðlegra útboða, markaðsgreining, vöktun auglýsinga, tilboðsgerð.

Senza
Erlendir og innlendir sjóðir, almenn aðstoð eða full umsjón umsókna, netnámskeið, fjárfestakynningar og verkefnastjórnun.

BBA // FJELDCO
Lögmannsstofan BBA // FJELDCO er í hópi fyrirtækja sem fengið hafa styrk frá Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs til verkefna á sviði endurnýjanlegra orkuauðlinda í Afríku.

Creditinfo
Creditinfo tók þátt í útboðum Alþjóðabankans í Afríku og hefur fengið styrk frá Heimsmarkmiðasjóði til vöruþróunar í Afríku.

Áveitan
Áveitan á Akureyri er í hópi fyrirtækja sem fengið hafa styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu, til verkefnis á sviði vatnsveitu í Búrkína Fasó

Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs
Verkefni skulu jafnan styðja við áttunda heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæran hagvöxt og mannsæmandi atvinnutækifæri, auk þess að hafa tengingu við önnur heimsmarkmið sem Ísland leggur áherslu á í þróunarsamvinnu sinni.
ISK 30M

Fisheries Technology
Fisheries Technology er í hópi fyrirtækja sem fengið hafa styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu, til verkefnis á sviði fiskveiðsttjórnunar í Karíbahafi.

Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs
Styrkir til atvinnuþróunar í þróunarlöndum með áherslu á störf kvenna og jákvæð umhverfisáhrif.
ISK 30M

NEFCO - The Nordic Green Bank
Lán og hlutafé til umhverfisbætandi verkefna utan Norðurlanda.
EUR 5.000.000

Markaðstorg Alþjóðabankans
Alþjóðabankinn er meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum.