18. ágúst 2021

Tech Incubator viðskiptahraðallinn

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Tech Incubator viðskiptahraðalinn (TINC). Af því tilefni verður haldinn kynningarfundur í Grósku fimmtudaginn 19. ágúst kl 11.30-13.00. TINC er fjögurra  vikna viðskiptahraðall sem fer fram í Kísildala í Bandaríkjunum (Silicon Valley).

Um er að ræða einstakt tækifæri til að fá leiðsögn frá fólki með dýrmæta reynslu og efla tengslanetið. Sextán íslensk sprotafyrirtæki hafa farið í gegnum hraðalinn og á fundinum verða sögur tveggja þeirra sagðar. Tristan Elizabeth Gribbin stofnandi FLOW og Vignir Már Lýðsson stofnandi og framkvæmdastjóri Leiguskjóls segja frá þátttöku í hraðlinum.

Þá mun Freyr Friðfinnsson, verkefnastjóri og alþjóðafulltrúi Icelandic Startups, fara yfir hvað þátttaka í TINC getur falið í sér. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst.

TINC er viðskiptahraðall á vegum Nordic Innovation House. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið styður þau sprotafyrirtæki sem valin verða til þátttöku. Allir eru velkomnir!

Sjá nánar á Facebook-síðu Icelandic Startups

 

Sjá allar fréttir